Bjarni Ómar stýrir Hólmavíkurhátíð

Bjarni Ómar Haraldsson kennari við Tónskólann á Hólmavík hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hólmavíkurhátíðar sem haldin verður dagana 1.-3. júlí í sumar. Tveir mánuðir eru því til stefnu við undirbúninginn, en hreppsnefnd hefur samþykkt tillögu menningarmálanefndar um að verkefnið hafi eina milljón…

Café Riis í strandi

Engin tíðindi hafa borist fréttariturum strandir.is sem varða starfsemi Café Riis í sumar en óhætt að segja að framundan sé meiriháttar aflabrestur í ferðaþjónustu-greininni á Ströndum ef ekkert fer að gerast í málunum á allra næstu dögum. Café Riis skipti um eigendur snemma í vor en…

Jöfnunarframlög til grunnskóla

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt tillögu að áætlun um úthlutun almennra jöfnunarframlaga til sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla á árinu 2005. Tillaga um framlög til sveitarfélaga á Ströndum er sett inn í töflu hér að neðan. Hólmavíkurhreppur fær langhæsta framlagið 21,6…

Inn í Evrópusambandið – með samþykkt Alþingis

Aðsend grein: Kristinn H. GunnarssonGetur Alþingi tekið ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið með því einu að samþykkja lög þar um? Til þessa hef ég ekki verið í vafa um að svo væri ekki. En svo er ekki lengur,…

Endurvarpi á Tröllakirkju

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur fengið leyfi til að staðsetja VHF endurvarpa fyrir talstöðvar á toppi Tröllakirkju (1.001 m.y.s.), vestur af Holtavörðuheiði. Um síðustu helgi var farið á bílum með undirstöðuna undir endurvarpann og henni komið fyrir á toppi Tröllakirkju. Færið var það gott…

Sérkennilegt skip við bryggju

Allsérstakt flutningaskip var við bryggjuna á Hólmavík í gærmorgun þegar menn risu þar úr rekkju. Skipið er við saltflutninga og með norskan fána. Jón Halldórsson landpóstur dró af þessu tilefni fram myndavélina og sendi okkur á strandir.is meðfylgjandi myndir af skipinu.

Sögukort í Sævangi

Í gær var haldinn fundur í Sævangi um Sögukort fyrir Vestfirði sem nú er í smíðum að undirlagi Rögnvaldar Guðmundssonar ferðamálafræðings. Hefur hann fengið Ferðamálasamtök Vestfjarða, sveitarfélög á Vestfjörðum og samgönguráðherra og fleiri aðila í lið með sér. Stefnt er…

Borgarísjaki á Steingrímsfirði

Heilmikinn borgarísjaka hefur rekið inn Steingrímsfjörð í dag. Hann fór hratt yfir í morgun og dag, en virðist nú hafa strandað úti fyrir Þorpum þó ferðir hans skýrist betur þegar birta tekur að nýju. Oft er sagt að einungis tíundi partur af…

Ferðamálasamtök Vestfjarða í Laugarhóli

Í fréttatilkynningu frá Arnari S. Jónssyni, formanni Ferðamálasamtaka Vestfjarða, kemur fram að aðalfundur samtakanna verður haldinn á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði, dagana 6.-7. maí. Stefnt er að því að dagskráin hefjist um kl. 20:00 föstudagskvöldið 6. maí með málþingi um markaðsmál…

Bæjarhátíð 1.-3. júlí

Búið er að ganga frá ráðningu framkvæmdastjóra fyrir bæjarhátíð sem fyrirhugað er að halda á Hólmavík í sumar, en á fundi hreppsnefndar á Hólmavík var fundargerð Menningarmálanefndar með tillögu um hver skyldi ráðinn samþykkt. Ekki er vitað hver var ráðinn því eftir er að…