Hreppur kaupir hljóðkerfi

Í nýjustu fundargerð hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps frá fundi þann 26. apríl kemur m.a. fram að hreppurinn hyggst festa kaup á hljóðkerfi á 400 þúsund. Seljandi er Magnús Magnússon og giskar fréttaritari á að ætlunin sé að nýta kerfið í félagsheimilið á Hólmavík. Af…

Hinir hafa ekki hundsvit á formúlunni

Jón Gísli Jónsson veghefilsstjóri og bílaáhugamaður með meiru er kampakátur þessa dagana að venju, en honum hefur vegnað afar vel í liðsstjóraleik formúlunnar þar sem hann etur kappi við aðra Strandamenn í deildinni strandir.is. Liðið hans hefur trjónað á toppnum frá upphafi og Jón…

Sveitarstjórnir á Ströndum álykta

Töluverð umræða hefur verið um vegamál á Ströndum síðustu mánuði, enda finnst mörgum íbúum á svæðinu að þeir hafi verið illa sviknir við framlagningu vegaáætlunar fyrir árin 2005-8 á Alþingi. Eru vegamálin til dæmis til umræðu í spjalltorgi þessa vefjar…

Hólmavíkurhreppur skipar í nefnd

Nefnd á vegum félagsmálaráðherra sem starfar við undirbúning kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem á að fara fram þann 8. október næstkomandi, hefur nú skrifað sveitarstjórnum þar sem kjósa á um sameiningu og biður þau um að skipa menn í nefndir sem…

Kvennakórinn fer á kóramót

Óvenjumikið var um að vera í Ríkinu á Hólmavík núna seinnipartinn þegar tíðindamaður strandir.is leit þar inn til að sækja dagsskammtinn sinn, kassa af bjór og hálfan pott af rommi. Örtröðin var þó nokkur og áberandi að enga konu var…

Hólmvíkingar dregnir á asnaeyrunum

Samkvæmt upplýsingum frá Evu Magnúsdóttir upplýsingafulltrúa Símans þá stendur ekki til að koma á ADSL tengingu til Hólmavíkur í nánustu framtíð þrátt fyrir að undirskriftarlista frá Hólmavík hafi verið komið í hendur fyrirtækisins fyrir allnokkru, en yfir 30 aðilar skrifuðu sig…

Hafnarframkvæmdir á Kolbeinsá

Það er ekkert verið að leggja árar í bát á Kolbeinsá í Hrútafirði, nei öðru nær. Um síðastliðna helgi hófust þar á bæ hafnarframkvæmdir í Naustavíkinni, sem er vík rétt fyrir norðan íbúðarhúsið þeirra Hilmars og Rósu. Þar ætlar Hannes Hilmarsson…

Hafursey á Drangsnes

Nýr bátur bættist í flota Drangsnesinga nú í vikunni þegar Hafursey ÍS-600 kom til heimahafnar. Hún er í eigu Þenslu ehf. en Þenslu eiga þeir Ármann Halldórsson, Halldór Armannsson og Aðalbjörn Kristinsson. Þeir hafa gert út Kristján ST-78 og verður…

Spilavist á sunnudaginn

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir félagsvist í Félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20:00. Vegleg verðlaun eru í boði og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 13 ára og eldri. Ágóði af spilakvöldinu á að renna til kaupa á stafrænni vídeótökuvél fyrir Grunnskólann ásamt…

Veturinn kveður

Veturinn kveður á þessu vori með því að minna á hin forna fjanda, sem hafísinn er. Stakir ísjakar hafa siglt inn á nokkra firði við Húnaflóa síðustu daganna. Þegar þeir eru svona einir og sér þá þykja þeir bara augnayndi…