Aukið virði sjávarfangs

Á morgun, föstudaginn 1. apríl, kl. 10:00 verður haldinn almennur kynningarundur á Ísafirði um rannsóknir og leiðir til að auka virði sjávarfangs. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða standa fyrir fundinum sem er öllum opinn.  Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða…

Netföng virk að nýju

Rétt í þessu komust í lag öll þau netföng sem enda á @strandir.is. Þetta á við um netföng á þessum ágæta vefmiðli og fleiri netföng eins og hjá Sauðfjársetri á Ströndum, Ferðaþjónustunni Kirkjubóli, Sögusmiðjunni, auk nokkurra einstaklinga. Ekki hefur verið…

Úrslit á körfuboltamóti

Á laugardaginn var Körfuboltamót Héraðssambands Strandamanna árið 2005 haldið í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík. Fimm lið tóku þátt í mótinu og voru þrjú þeirra frá Hólmavík, eitt úr Hrútafirði og það fimmta úr Kaldrananeshreppi. Það var liðið Geislinn B sem fór með sigur af hólmi en í því voru Andri (fyrirliði),…

Skúffuskáld skrái sig sem fyrst

Miðvikudaginn 30. mars eru síðustu forvöð fyrir skúffuskáld á Ströndum og í nærsveitum að skrá sig á hagyrðinganámskeið sem haldið verður í Grunnskólanum á Hólmavík á fimmtudagskvöldið, 31. mars. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði. Áhugasamir geta…

150 metrar af pylsum

Mikil umferð var í gegnum Hólmavík um páskahelgina og mikið að gera í söluskálanum. Pylsusalan gefur oft nokkra hugmynd um umferðina en yfir 900 pylsur voru seldar yfir borðið ásamt ógrynni af hamborgurum, samlokum og gosi.  Hver pylsa er um það bil…

Ástand á útgerðinni

Grásleppuvertíðin er hafin á Ströndum en nokkrir bátar frá Drangsnesi hafa lagt grásleppunet. Grásleppusjómenn á Hólmavík hafa ekki enn lagt netin, en þeir eru uggandi um að fá seint og lítið borgað fyrir afurðirnar, þar sem það lítur illa út með sölu…

Strandamenn teknir tali

Veðrið um páskana hefur verið afspyrnu gott og í tilefni af því þá tók tíðindamaður strandir.is sig til í dag og fór um Hólmavík í blíðviðrinu, vopnaður myndavél og upptökutæki og tók nokkra aðila tali sem urðu á vegi hans. Þeir voru spurðir um hvað…

Sauðburður á Finnbogastöðum

Á föstudaginn langa, rétt eftir hádegið, bar tveggja vetra ær óvænt einu gimburlambi á Finnbogastöðum hjá Guðmundi Þorsteinssyni bónda. Svo virðist vera sem rollan hafi komist í hrúta í haust áður en þeir voru teknir inn, að sögn Guðmundar. Ekki er vitað annað enn þetta…

Einstök veðurblíða

Einstök veðurblíða hefur verið á Ströndum páskahátíðina og hafa fjölmargir notað tækifærið til að stunda útivist. Í dag var fjöldi fólks á Steingrímsfjarðarheiði að leik á snjóþotum og snjósleðum, á meðan aðrir tóku til í garðinum, smíðuðu kofa eða fóru…

Páskahret á strandir.is

Fréttavefurinn strandir.is hefur legið niðri síðan á þriðjudag vegna mjög alvarlegrar bilunar á harða disk netþjónsins sem strandir.is er vistaður hjá. Ennþá er óvíst hvort það tekst að bjarga öllum gögnum og myndum sem birst hafa á vefnum en það ætti að koma…