Ekkert ferðaveður

Nú laust fyrir 8:00 er 1 stigs hiti við Steingrímsfjörð á Ströndum og töluverð úrkoma. Nokkuð hvasst er, 16 m/s á Ennishálsi og 17 m/s á Steingrímsfjarðarheiði kl. 7:40. Spáin gerir ráð fyrir suðvestan 13-18 m/s, en allt að 23 m/s í vindstrengjum…

3 grönd og 4 spaðar

Bridgefélag Hólmavíkur kemur vikulega saman og spilar bridge yfir vetrartímann. Nú í vetur er spilað á þriðjudagskvöldum í Rósubúð, Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík, og hefst spilamennskan jafnan kl. 20:00. Þeim sem áhuga hafa á að taka þátt er velkomið að slást í hópinn….

Flugeldasala og brennur

Nú fara Strandamenn að huga að kaupum á flugeldum, eins og aðrir landsmenn. Útsölustaðir björgunarsveitanna á Ströndum eru samkvæmt vefnum www.flugeldar.is í aðstöðu björgunarsveitarinnar í Árneshreppi og í björgunarsveitarhúsunum á Drangsnesi og Hólmavík. Ekki hafa borist spurnir af opnunartíma. Töluvert efni…

Spilakvöld í Árnesi

Ungmennafélagið Leifur heppni hélt í gærkvöld félagsvist í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Félagsvistin var haldin í fjáröflunarskyni og var spilað á átta borðum. Verðlaun voru fyrir fyrstu verðlaun karla og kvenna, einnig voru setuverðlaun. Það dró úr aðsókn að fólk sem…

Styrkir til umhverfismála

Ferðamálaráð Íslands hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2005. Úthlutað verður um 40 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Verkefnið er liður í markvissri uppbyggingu ferðaþjónustu og fyrirbyggjandi aðgerðum til verndunar á…

Færð á vegum

Töluverð ofankoma var seinnipartinn í gær, skafrenningur og él. Snjór er á vegi suður sýslu frá Hólmavík nú kl. 8:40, en mokstur stendur yfir. Hálka er veruleg eins og áður. Á vef Vegagerðarinnar er merkt þungfært um Bjarnarfjarðarháls en þæfingur…

Útsvarið lægst í Bæjarhreppi

Sveitarfélög á landinu eru nú búin að ákveða útsvarsprósentu fyrir árið 2005. Flest þeirra fullnýta þá heimild sem þau hafa til þessarar skattlagningar eða 71 af 101 sveitarfélagi. Hámarksálagning er 13,03%, en aðeins 5 sveitarfélög leggja lágmarksupphæðina á íbúa sína eða…

Jólaball á Borðeyri

Eins og í flestum byggðalögum, þá er jólaball ómissandi þáttur í tilverunni í Hrútafirði. Í dag hélt Kvenfélagið Iðunn í Bæjarhreppi sitt árlega jólaball í Barnaskólanum á Borðeyri og var samkoman vel sótt, enda mörg börn á öllum aldri í hreppnum….

Jöfnunarsjóður áætlar framlög

Í fréttatilkynningu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kemur fram að ráðgjafarnefnd sjóðsins samþykkti þann 10. desember sl. áætlun á framlögum úr nokkrum flokkum sem sjóðurinn veitir styrki til fyrir árið 2005. Hér er m.a. um að ræða stofnframlög vegna framkvæmda í sveitarfélögum með færri en 2000 íbúa,…

Frá Hólmavíkurhöfn

Fréttaritari strandir.is – Jón Jónsson – var staddur á Hólmavík í dag þegar Grímsey ST 102 sigldi inn í höfnina og notaði auðvitað tækifærið og smellti af nokkrum myndum. Bjart og fallegt veður er á Hólmavík öðru hverju, en él á…