Vestfjarðavíkingurinn

Fréttavefurinn strandir.is minnir lesendur sínar á þáttinn Vestfjarðavíkingurinn 2004 sem sýndur verður í Ríkissjónvarpinu á gamlársdag kl. 17:00. Eins og menn muna mættu kapparnir á Strandir nú í sumar og sýndu hrikalega krafta sína. Var ein keppnisgrein haldin á Sævangi…

Hóflegar jólagjafir

Flestir þátttakendur í könnun strandir.is eyddu minna en 100 þúsund í jólagjafir þetta árið eða samtals 77%. Um fjórðungur eyddi á bilinu 51-100 þúsund og annar fjórðungur á bilinu 26-50 þúsund. Aðeins einn sem tók í þátt í könnuninni slapp…

Diskótek um áramótin

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík stendur fyrir áramótabrennu á Skeljavíkurgrundum utan við Hólmavík kl. 18:00 á gamlársdag og verður hún með hefðbundnu sniði. Þá stendur björgunarsveitin fyrir diskóteki í Bragganum á Hólmavík á nýjársnótt og hefst það kl. 00:30. Sigvaldi Búi sér…

Færð og flugeldaveður

Nú um kl. 9:00 er snjór á vegi á Ströndum frá Guðlaugsvík til Hólmavíkur og frá vegamótum í Staðardal um Drangsnes í Bjarnarfjörð samkvæmt vef Vegagerðarinnar, en hreinsun stendur yfir. Hálka er á vegum og skafrenningur á stöku stað. Bjarnarfjarðarháls…

106 ára afmæli KSH

Í dag eru liðin 106 ár frá stofnun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík, sem þá hét Verslunarfélag Steingrímsfjarðar. Var stofnfundurinn haldinn á Heydalsá 29. desember 1898. Eru sjálfsagt fá starfandi fyrirtæki á Ströndum sem eru eldri en þetta, þó er Sparisjóður Strandamanna 7…

Opnunartími á flugeldasölu

Nú hefur borist tilkynning frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík um opnunartíma á flugeldasölu sveitarinnar í Rósubúð, björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík. Flugeldasalan er opin í dag miðvikudaginn 29. des. frá 14-20, fimmtudaginn 30. des. frá 14-22 og loks á gamlársdag 31. des….

Gríðarleg hálka

Gríðarleg hálka myndaðist inn í Bæjarhreppi í morgun, eins og víðar á Ströndum, þegar hlákan fór að hafa áhrif. Mjög varasamt var að vera á ferðinni, því rok var og kviður. Um tíma fyrir hádegið var nánast ófært niður á Borðeyri þar…

Bókasafnið opið í kvöld

Héraðsbókasafnið í Grunnskólanum á Hólmavík verður opið í kvöld, miðvikudaginn 29. desember, frá 20:00-21:00. Notendur safnsins hafa því tækifæri á að ná sér í lesefni fyrir áramótin og skila bókum sem þeir lásu um jólin. Næst verður opið þriðjudaginn 4. janúar á hefðbundnum tíma,…

Sundlaugarbygging fokheld

Sundlaugarbygging fokheld

Sundlaugarbyggingin á Drangsnesi er orðin fokheld. Hefur verkið gengið mjög vel, en byrjað var að grafa fyrir byggingunni þann 21. ágúst sl. Þakjárn er komið á húsið og klæðning utan á kemur um leið og veður leyfir. Hurðir og gluggar eru…

Rafmagnsleysi í nótt

Rétt fyrir klukkan 4 í nótt fór rafmagn af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum og mestum hluta Húnaþings. Ástæðan var bilun í dreifingarkerfi Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er talið að bilunina megi rekja til ísingar á línum og jafnvel til eldinga. Eldingaveður…