Gleðilegt nýtt ár!

Fréttavefurinn strandir.is óskar Strandamönnum öllum nær og fjær  gleðilegs nýs árs og auðvitað öðrum lesendum sínum líka. Vonandi verður árið 2005 gæfu- og gleðiríkt fyrir ykkur öll. Lítið hefur orðið úr því óveðri sem spáð var á Ströndum í dag og…

Kaupfélagið á Borðeyri hættir

Í dag lýkur yfir hundrað ára samfelldri sögu samvinnureksturs í verslun á Borðeyri. Kaupfélag V.-Húnvetninga hættir þá verslun á Borðeyri, en einkahlutafélagið Lækjargarður ehf í eigu Sigrúnar Waage og Heiðars Þórs Gunnarssonar hefur keypt verslunarhúsnæði og sláturhús kaupfélagsins og hefja rekstur þar…

Flugeldasalan í fullum gangi

Opið verður á flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík til kl. 15:00 í dag. Fólk er minnt á að flugeldasalan er helsta fjáröflun félagsins og ef mönnum líst ekki á veðurútlitið má alltaf kaupa jarðelda í stað flugelda. Tíðindamaður strandir.is keypti…

Veðurhorfur

Veðrið á Ströndum er mjög þokkalegt nú kl. 11 fyrir hádegi, en veðurspáin er samt ekkert sérstök fyrir daginn. Gert er ráð fyrir austlægri átt, 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu upp úr hádegi. Snýst svo í norðvestan 20-25 með…

Flutningabíll á hliðina

Lögreglan hefur haft í nógu að snúast á Holtavörðuheiði í dag, en þar urðu nokkur óhöpp í leiðindaveðri og færi. Seinnipartinn í dag fór flutningabíll á hliðina á heiðinni og stóð til að reyna að hífa hann aftur upp á veg…

Borgarísjaki sést frá Gjögurvita

Um miðjan dag var fréttaritari strandir.is í Árneshreppi, Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík, í eftirlitsferð í Gjögurvita sem er rétt austast á tanganum fyrir neðan Gjögurflugvöll. Sá hann þá borgarísjaka norðaustur af vitanum, sirka 20-25 km frá landi. Jakinn hlýtur að vera stór, því hann sést…

39,5 milljónir úr Jöfnunarsjóði

Úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kemur býsna stór hluti af tekjum sveitarfélaga víða um land. Nú hefur félagsmálaráðherra samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðsins um endanlegan útreikning á framlögum í tengslum við útgjaldajöfnun fyrir árið 2004. Sveitarfélög á Ströndum fá samtals rúmlega 36,4 milljónir á árinu 2004 af þessum…

Gamlársdagsmót í fótbolta

Gamlársdagsmót í innanhúsfótbolta hefst í nýja íþróttahúsinu á Hólmavík á morgun kl. 10:00. Þar verður væntanlega mikið fjör, enda á mótið að vera á léttu nótunum. Þeim sem eru áhugasamir um að taka þátt er bent á að nægilegt er…

Árekstur á Holtavörðuheiði

Árekstur varð á Holtavörðuheiði um tvöleytið í dag. Vanfær kona, komin átta mánuði á leið, var flutt af slysstað með sjúkrabíl til aðhlynningar. Þyrla var sett í viðbragðsstöðu vegna óhappsins. Blint er í snjótroðningum á Holtavörðuheiði og varasamt. Rétt er…

Bílvelta og óhöpp á Holtavörðuheiði

Bílvelta varð á Holtavörðuheiði í morgun milli kl. 10 og 11. Bíllinn er mikið skemmdur, en ekki var um nein meiðsli á fólki að ræða. Skömmu seinna varð árekstur á milli snjóruðningstækis og fólksbíls, m.a. með þeim afleiðingum að helmingur bílstjórahurðarinnar þeyttist af…