17. júní á Hólmavík

580-17juni5
Eins og venjulega verður skemmtidagskrá á Hólmavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Dagskráin hefst klukkan 12:00 og verða helíumblöðrur til sölu í félagsheimilinu, auk þess sem boðið verður upp á fría andlitsmálun fyrir alla þá sem vilja. Klukkan 14:00 verður svo lagt af stað í skrúðgöngu frá félagsheimilinu og er ferðinni heitið niður á Klifstún, þar sem fjallkonan mun lesa ljóð, farið verður í leiki og allsskonar sælgæti verður til sölu í vigtarskúrnum.