Fyrirlestur um haförn í Sauðfjársetrinu í Sævangi

Á föstudagskvöldið 22. ágúst verður haldin kynning í Sauðfjársetri á Ströndum í Sævangi þar sem feðginin og náttúrubörnin Bergsveinn Reynisson og Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir á Gróustöðum segja frá össu og Arnarsetrinu í Króksfjarðarnesi. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: „Mesti óvættur íslensks dýraríkis (að jólakettinum undanskyldum): loddan!“…

Æðarræktarfélag Íslands fundar í Trékyllisvík

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 23. ágúst í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum og er áætlað að hann standi frá 11-15. Boðið verður léttan hádegisverð og í eftirmiðdaginn verður skoðunarferð undir leiðsögn heimamanna. Sameiginlegur kvöldverður hefst svo kl. 19:30….

Skólasetning á Hólmavík á föstudag

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur í Hólmavíkurkirkju í hádeginu á föstudaginn, 22.ágúst kl. 12:00. Eftir skólasetningu ganga nemendur svo fylktu liði að Grunnskólanum og hitta þar kennarana sína sem fylgja þeim í stofur og afhenda stundaskrár og skóladagatal og annað slíkt. Hefðbundið skólastarf…

Hrútaþukl, happdrætti og ný sögusýning á Sauðfjársetrinu

Það verður mikið um dýrðir á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum um helgina, en á laugardaginn er árleg keppni fyrir bæði vana og óvana keppendur í hrútadómum og þukli. Einnig er efnt til veglegs lambahappdrættis þar fimm gæðagripir á fæti –…

Eiríkur nýr umsjónarmaður með dreifnáminu

Eiríkur Valdimarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður dreifnámsins á Hólmavík í stað Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, sem tekið hefur við starfi skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík. Dreifnámið eða framhaldsskóladeildin á Hólmavík tók til starfa síðasta haust og eru kennd tvö fyrstu árin í framhaldsskóla í…

Kaffidagur á Sauðfjársetrinu og Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon

Nú eru síðustu forvöð að sjá sögusýninguna Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon á Hólmavík, en sú sýning hefur verið uppi í sérsýningarherbergi á Sauðfjársetrinu í Sævangi frá því á 10 ára afmæli Sauðfjársetursins 23. júní 2012. Hægt verður að skoða sýninguna um…

Ólafsdalshátíð sunnudaginn 10. ágúst

Á sunnudaginn verður mikið um dýrðir í Ólafsdal við Gilsfjörð, en þá er haldin árleg Ólafsdalshátíð, fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda. Á meðal þess sem í boði verður á hátíðinni er happdrætti Ólafsdalsfélagsins, leikritið Hrói höttur flutt af Leikhópnum Lottu…

Sumarfríið á strandir.is að baki

Vefurinn strandir.is hefur verið í ljómandi vel heppnuðu sumarfríi síðustu vikur, en mun nú með haustinu flytja að nýju fréttir og tilkynningar um mannlíf og menningu á Ströndum. Margt er um að vera að venju og margvíslegt myndefni stendur til…

Mögnuð Jónsmessunótt á Galdrasafninu

  Framundan er töfrum þrungin stund á Galdrasafninu á Hólmavík, en eins og allir vita gerist margt sérkennilegt á Jónsmessunótt sem er framundan. Kýrnar tala mannamál, óskasteinar fljóta upp í tjörnum og sjó, töfrajurtir verða sérlega áhrifamiklar og það er…

Gönguferð og blómagreining á Degi hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma er sunnudaginn 15. júní næstkomandi og á Ströndum verður farið í hefðbundna gönguferð með blómaskoðun. Farið verður frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, 12 km sunnan Hólmavíkur, kl. 13:30 og genginn Kirkjubólshringurinn (4,8 km, hækkun 220 m). Gangan er…