Leitir, réttir og réttarböll

Það er víða leitað og réttað um helgina, m.a. í Skarðsrétt í Bjarnarfirði og Kjósarrétt í Árneshreppi laugardaginn 20. september. Réttað verður í Kirkjubólsrétt sunnudaginn kl. 14:00 og á Broddanesi. Réttarböll eru á laugardagskvöldið á Laugarhóli og í Tjarnarlundi í Saurbæ…

Endurbætur á fjarskiptakerfum Mílu á Vestfjörðum

Í frétt á vef Mílu frá 5. september kemur fram að fyrirtækið hefur gert aðgerðaáætlun um endurbætur á fjarskiptakerfum fyrirtækisins á Vestfjörðum í kjölfar funda stjórnenda fyrirtækisins með bæjar- og sveitastjórnum á Vestfjörðum. Þessi fundir voru haldnir í kjölfar þess að stór hluti íbúa,…

Tónlist fyrir alla á Vestfjörðum

Verkefnið Tónlist fyrir alla heimsótti Strandir í dag þegar TríóPa hélt tónleika í Hólmavíkurkirkju. Þar voru mætt skólabörn úr öllum grunnskólum á Ströndum og kennarar þeirra. Dagskráin bar yfirskriftina Kjúklingur og annað fiðurfé. Meðlimir í TríóPa eru söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir …

Kynning á svæðisleiðsögunámi á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 9. september kl. 18:00 verður kynning á Svæðisleiðsögunámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, en þetta nám stendur Vestfirðingum til boða nú í vetur. Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag námsins, s.s. uppbyggingu, námsþætti og kennara. Fundurinn verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu…

Draugar og tröll og ósköpin öll á laugardagskvöldið

Heilmikil þjóðtrúarkvöldvaka verður haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardagskvöldið 6. september kl. 20:00 og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Yfirskriftin á kvöldvökunni er Draugar og tröll og ósköpin öll. Verða haldin nokkur skemmtileg og fróðleg innlegg um þjóðtrú og þjóðsögur,…

Þríþraut Héraðssambands Strandamanna á laugardaginn

Árleg þríþrautarkeppni Héraðssambands Strandamanna (HSS) verður haldinn nú á laugardaginn, þann 6. september,  á Hólmavík og hefst keppnin kl. 14:00. Í þríþrautinni er hlaupið, hjólað og synt og eru vegalengdir þrautarinnar eftirfarandi og í þessari röð: Fyrst er 5 km…

Vetrarstarfið hefst hjá Norðurljósum

  Vetrarstarfið er að hefjast hjá Kvennakórnum Norðurljósum, en í honum eru konur frá Hólmavík, Drangsnesi og sveitunum í kring. Ætlunin er að hittast þriðjudagskvöldið 2. september kl. 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Allar konur sem vilja taka þátt í starfinu eru…

Dreifnámið á Hólmavík komið af stað

Tekið er að hausta og kennsla á dreifnámsbraut FNV (Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra) á Hólmavík er nú hafin og eru 10 nemendur skráðir í námið í vetur, þar af 9 nýnemar. Skólinn er staðsettur á efri hæðinni á Hafnarbraut 19, fyrir ofan…

Óstöðugt netsamband í dreifbýli á Ströndum

Síðustu misseri hefur netsamband í gegnum 3G senda verið óstöðugt í dreifbýlinu víða á Ströndum. Við Steingrímsfjörð eru til dæmis sífelldir hnökrar á sambandinu sem dettur út í tíma og ótíma og hefur gert allt frá síðustu áramótum. Slæmskan í…

SAH afurðir bjóða til bændafundar í Sævangi

SAH Afurðir ehf á Blönduósi boða til bændafundar miðvikudaginn  27. ágúst 2014 á Sauðfjársetri á Ströndum í félagsheimilinu Sævangi og hefst fundurinn klukkan 19:00. Á fundinum verður rætt um komandi sláturtíð og fleiri mál því tengd. Lambakjöt verður viðfangsefnið bæði í orði…