Larp eða kvikspuni á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur býður upp á námskeið í kvikspuna eða Larpi dagana 7. og 8. maí – laugardagskvöldið kl. 20-22 og sunnudaginn kl. 9-17/18. Í kynningu segir: „Ertu fyrir ævintýri og sögur og elskar að klæða að klæða þig upp? Dreymir þig dagdrauma um…

Landinn skoðar vegagerð í Bjarnarfirði

Í Landaþætti í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var fjallað um vegagerð í Bjarnarfirði sem nú stendur yfir, en verið er að leggja nýjan rúmlega 7 km langan veg yfir Bjarnarfjarðarháls að Svanshóli. Þátturinn er aðgengilegur á Sarpinum á vef Rúv til…

Afreka- og Strandametaskrá í frjálsum íþróttum

Á ársþingi Héraðssambands Strandamanna (HSS) í vikunni kom fram að nú er hægt að nálgast nýja afrekaskráí frjálsum íþróttum á heimasíðu HSS undir liðnum Afrekaskrá. Um er að ræða exelskjal, stútfullt af margvíslegum afrekunum í ólíkum aldursflokkum og er hægt…

Umhverfisþing á Hólmavík

Sveitarfélagið Strandabyggð heldur Umhverfisþing á Hólmavík, miðvikudaginn 11. maí næstkomandi. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. Á þinginu kynnir Lína Björg Tryggvadóttir verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða umhverfisvottunarferli Earth Check sem öll sveitarfélög á Vestfjörðum taka þátt í. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur…

Haustþing Fjórðungssambandsins verður í Bjarnarfirði

Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga var kjörin á Fjórðungsþingi á Ísafirði í dag. Nýr formaður sambandsins er Pétur Markan í Súðavíkurhreppi, en með honum í stjórn eru Ingibjörg Emilsdóttir í Strandabyggð, Sigurður Hreinsson í Ísafjarðarbæ, Margrét Jómundsdóttir í Bolungarvíkurkaupstað og Ása…

Sameiningar og styrking innra starfs HSS

Aðsend grein: Sigríður Drífa Þórólfsdóttir Erindi flutt á Ársþingi HSS 4. maí 2016 Ég undirritaður lofa því og legg við drengskap minn, að meðan ég er í þessu fjelagi, skal ég vinna með alhug að heill þessa fjelags, framförum sjálfs…

Fjórðungsþing á Ísafirði

Miðvikudaginn 4. maí 2016 verður  61. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Edinborgarsalnum á Ísafirði og að venju fjölmenna sveitarstjórnarmenn af öllum Vestfjörðum á það. Þingið verður með breyttu sniði þetta árið, í samræmi við nýjar samþykktir, en í framtíðinni verður ársfundur…

Hamingjudagar á Hólmavík verða 1.-3. júlí

Skipulagning Hamingjudaga á Hólmavík 2016 er hafin, en hátíðin verður haldin helgina 1.-3. júlí 2016. Markmið hátíðarinnar er að auka samheldni íbúa og gefa brottfluttum, sem og öðrum ferðamönum, tækifæri á að heimsækja staðinn og njóta þess sem um er að…

Listamannadvöl í húsnæði dreifnámsins á Hólmavík

Sveitarstjórn Strandabyggðar ætlar að nýta húsnæði dreifnámsdeildar FNV á Hólmavík (á efri hæð Sparisjóðs Strandamanna) í sumar til útleigu fyrir menningarstarfsemi og rennur umsóknarfrestur út þann 4. maí. Tilgangur er að efla menningarlíf í sveitarfélagins með því að fá starfandi listamenn…

Sumarmölin á Drangsnesi verður 11. júní

Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi fer fram í fjórða sinn þann 11. júní næstkomandi. Á hátíðinni skapast jafnan einstök stemning þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að njóta tónlistarflutnings margra af fremstu listamanna þjóðarinnar í einstöku umhverfi. Sumarmölin…